Rimaskóli sigraði í frjálsum

Skóli og frístund

""

Nemendur Rimaskóla sigruðu á Grunnskólamóti Reykjavíkur í frjálsum íþróttum sem frjálsíþróttadeildir ÍR, Fjölnis, Ármanns og KR stóðu fyrir nú í byrjun september.

Alls tóku nemendur úr 16 grunnskólum þátt í mótinu og voru þeir á aldrinum 11 – 15 ára. Þeir kepptu í fjórum greinum; 60 m hlaupi, langstökki, kúluvarpi og 600 m hlaupi.

Sigur Rimaskóla byggðist fyrst og fremst á góðri þátttöku en meirihluti nemenda skólans mætti til leiks og sýndi einstaka samheldni og mikið keppnisskap. Skólinn hlaut samtals 3629 stig og yfirburðarsigur í öllum árgöngum.

Sæmundarskóli varð í 2. sæti hlaut 288 stig og bronssætið fékk Háteigsskóli með 236 stig.

Rimaskóli vann einnig öruggan sigur á sama móti í fyrra. Hann fær til varðveislu 4 bikara í sigurlaun og stendur til að að efna til sigurhátíðar í skólanum á næstu vikum.