Reglur um rafhlaupahjól

Samgöngur Mannlíf

""

Samgöngustofa hefur gefið út reglur um rafhlaupahjól á þremur tungumálum, íslensku, ensku og pólsku.

Vinsældir vélknúinna hlaupahjóla hafa aukist að undanförnu hér á landi og þótti ástæða til að gef út reglur er varða hjólin. Þar kemur m.a. fram að slíkum farartækjum má ekki aka á akbraut og þó að ekkert aldurstakmark sé á hjólin skal fara eftir þeim viðmiðum og leiðbeiningum sem framleiðandi hjólsins leggur til. Auk þess eru rafhlaupahjólaleigur yfirleitt með aldurstakmark á notkun hjólanna.

Samgöngustofa vekur sérstaka athgli á að börn og ungmenni undir 16 ára aldri eiga skv. lögum alltaf að nota hjálm við hjólreiðar en mælt er með að allir noti hjálm á rafhlaupahjóli öryggisins vegna. Sjá nánar í reglum hér að neðan.