Áfram verður unnið að þróun hringrásargarðs á Álfsnesi og hefur verið auglýst eftir teymi til að vinna rammaskipulag fyrir svæðið, sem og þróunaráætlun um hvernig megi byggja þar upp grænan iðngarð. Fyrir liggur fýsileikagreining um hringrásargarðinn og á grundvelli hennar ákvað Borgarráð að taka næsta skref að uppbyggingu slíkrar starfsemi á Álfsnesi.
Áhugasamir aðilar með þverfaglega reynslu og þekkingu á þessu sviði hafa frest til 1. október að senda inn tilboð. Verðfyrirspurnargögn og nánari upplýsingar má finna á útboðsvef Reykjavíkurborgar.
Álfsnes afar hentugur staður fyrir hringrásargarð. Svæðið hefur góða innviði, eins og höfn og vegtengingar, sem eru þegar áætlaðar í nokkrar áttir. Þar er einnig fjölbreyttur aðgangur að auðlindastraumum sem hægt er að byggja rekstur í kringum. Hugmyndir þeirra fyrirtækja sem sýnt hafa áhuga er auðveldlega hægt að samræma í iðnvistkerfi sem stuðlar að hringrás. Því er mikilvægt að halda þróun hringrásargarðsins áfram og skapa þannig svæði fyrir áhugaverða starfsemi á Álfsnesi. Þetta kemur fram í fyrirliggjandi fýsileikagreiningu um hringrásargarð á Álfsnesi.