Manchester City og West Ham á Laugardalsvelli á föstudag

Íþróttir og útivist

""

Manchester City og West Ham mætast á Laugardalsvelli í The Super Match næsta föstudag kl. 14 en lið úr ensku úrvalsdeildinni hafa aldrei áður mæst hér á landi.

Manchester City og West Ham mætast á Laugardalsvelli í The Super Match næsta föstudag kl. 14 en lið úr ensku úrvalsdeildinni hafa aldrei áður mæst hér á landi. Tvö af bestu liðum veraldar keppa  hverju sinni í The Super Match.

Reykjavíkurborg styrkir viðburðinn og lýsir yfir ánægju með Super Match eigi sér stað á  Laugardalsvelli.

Leikurinn er síðasti leikur Manchester City og West Ham í undirbúningi fyrir komandi tímabil í ensku úrvalsdeildinni og því munu liðin stilla upp sínu sterkasta byrjunarliði. Hér er því einstakt tækifæri á að sjá stjörnur á borð við Sergio Aguero, David Silva, Vincent Kompany, Raheem Sterling, Andy Carroll og Kevin De Bruyne, auk nýrra leikmanna sem keyptir hafa verið til liðanna í sumar, svo sem Chicharito, Benjamin Mendy og Kyle Walker.

Miðaeigendur geta einnig mætt á æfingar liðanna á Laugardalsvelli á fimmtudaginn.

 Miðasala fer fram á midi.is.