Létu leiðindaveður ekki stoppa sig

Skóli og frístund

Góðgerðarhlaup Brúarskóla 2024

Nemendur Brúarskóla, starfsfólk, ráðherra, forsetaframbjóðandi og maki frambjóðanda tóku þátt í góðgerðahlaupi skólans. Öll hlupu að minnsta kosti einn hring og sumir miklu meira. Enn er tækifæri til að styrkja hlauparana.

Gestirnir lögðu sitt af mörkum

Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra, Jón Gnarr og Felix Bergsson létu veðrið ekki stoppa sig frekar en nemendurnir og hlupu með í roki og rigningu. Koma og þátttaka gestanna vakti lukku bæði nemenda og starfsfólks og hefur líklega gefið þeim byr undir vængi því þau fóru létt með að ná settu markmiði.

Enn hægt að styrkja söfnunina

Hver hringur sem hlaupinn var í Sóllandi var 500 metrar og voru samtals hlaupnir 216 kílómetrar en markmiðið var 200 kílómetrar. Í gær höfðu samtals safnast nærri 130 þúsund krónur og er enn hægt að leggja söfnuninni lið til 7. júní. Fjárhæðin sem safnast verður afhent samtökunum Einstök börn síðar í mánuðinum. 

Bankaupplýsingar: 

Kt: 0703573569
Bankaupplýsingar: 0111-15-383694