Kristín tekur við stjórninni í Miðborg

Skóli og frístund

""

Kristín Einarsdóttir hefur verið ráðin leikskólastjóri í Miðborg.

Kristín lauk prófi sem leikskólakennari við Fósturskóla Íslands 1991 og stundaði framhaldsnám í uppeldis- og menntunarfræðum með áherslu á fjölmenningu 2004 - 2006. Hún hefur starfað sem leikskólastjóri í rúmlega 20 ár. Þrír sóttu um stöðuna en umsóknarfrestur rann út 23. nóvember.

Kristín tekur við leikskólastjórastarfinu 1. janúar og er henni óskað velfarnaðar í starfi.

Miðborg er sameinaður leikskóli með þrjár starfsstöðvar; Lindarborg, Njálsborg og Barónsborg.