Kolaportið á sama stað næstu tíu ár

Mannlíf

""

Hinn skemmtilegi markaður Kolaportið verður á sínum stað næstu tíu árin en Reykjavíkurborg hefur gert langtíma leigusamning við ríkið um húsnæðið. Þá munu verða gerðar breytingar á þeirri hlið hússins sem snýr að höfninni sem eiga að fegra hana og bæta aðgengi. 

Borgarráð hefur samþykkt samning við ríkið um húsnæði Kolaportsins. Kolaportið verður á sínum stað næstu tíu árin hið minnsta en borgin mun kosta breytingar á norðurhlið hússins sem munu gera þennan skemmtilega markað fallegri og aðgengilegri.

Samningur borgarinnar er til tíu ára.

Horfið er frá þeim hugmyndum að byggja nýjan ramp upp á þak hússins til að nýta það sem bílastæði.  Í stað þess verður unnið að fegrun og betra aðgengi á norðurhlið byggingarinnar sem snýr að höfninni. Farið verður í það að hanna breytingarnar á næstu mánuðum. Áætlaður kostnaður við breytingarnar er um 50 milljónir króna.

Reykjavíkurborg verður leigutaki að húsnæðinu en framleigir til núverandi rekstraraðila sem er Portið ehf.