Jákvæðar niðurstöður úr viðhorfskönnun meðal starfsfólks Reykjavíkurborgar

Stjórnsýsla

""

Niðurstöður úr könnuninni eru á heildina jákvæðar og er hækkun á öllum lykilárangursþáttum og 88% starfsmanna eru ánægðir í starfi.

Könnunin náði til 8894 starfsmanna og alls barst 4891 svar, sem gerir 55% svarhlutfall. Niðurstöður úr könnuninni eru á heildina jákvæðar og er hækkun á öllum lykilárangursþáttum og 88% starfsmanna eru ánægðir í starfi. Þessar niðurstöður sýna að á heildina litið upplifir starfsfólk Reykjavíkurborg sem góðan vinnustað.

Nú hefur verið opnuð heimasíða þar sem hægt er að skoða niðurstöðurnar.

Haldnar verða kynningar á starfsstöðum þar sem farið verður yfir niðurstöður fyrir hvern starfsstað.

Niðurstöðurnar verða svo nýttar til að bæta árangur í mannauðsmálum og til að gera Reykjavíkurborg að enn betri vinnustað.