Vörumerkið Reykjavík Loves verður notað til að markaðssetja höfuðborgarsvæðið til erlendra ferðamanna samkvæmt samstarfssamningi sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og bæjarstjórar sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu í dag.
Samningurinn felur í sér samstarf sveitarfélaganna á vettvangi markaðsmála, viðburða og upplýsingamála í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Markmið samstarfsins er að vinna að því að ferðamenn dreifist meira um höfuðborgarsvæðið, verji þar meiri tíma og nýti betur afþreyingu og þjónustu á svæðinu í heild.
Í samningnum kemur m.a. fram að vörumerkið Reykjavík sé þekkt og með samvinnu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu undir sameiginlegu vörumerki Reykjavík Loves megi efla svæðið enn frekar sem eftirsóknarverðan áfangastað fyrir erlenda ferðamenn. Höfuðborgarstofa ber ábyrgð á framkvæmd þeirra verkefna sem tilgreind eru í samstarfinu.
Allir samstarfsaðilar eiga fulltrúa í samstarfsnefnd verkefnisins en hlutverk samstarfsnefndarinnar er að afgreiða fjárhagsáætlun vegna samstarfsins, meta framgang þess og standa vörð um að unnið sé í samræmi við markmið samningsins. Verkefnið er hluti af sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins sem haldið er utan um og stýrt af Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH). Verkefnið byggir á eldra samstarfi sveitarfélaganna frá árinu 2005 um markaðsstarf, viðburði og upplýsingamiðlun til erlendra ferðamanna. Það samstarf var eflt til muna árið 2013 á vettvangi SSH þegar ákveðið var að kynna höfuðborgarsvæðið í heild undir vörumerkinu Reykjavík. Auðkenni fyrir höfuðborgarsvæðið sem áfangastað fyrir erlenda ferðamenn var síðan kynnt í október 2014 undir merkjum Reykjavík Loves.
Aukið samstarf sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í markaðssetningu gagnvart erlendum ferðamönnum hefur nú þegar skilað sér í gerð sameiginlegs kynningarefnis s.s. þemabæklinga undir merkjum Reykjavík Loves þar sem sundlaugar, söfn og hjólastígar á höfuðborgarsvæðinu eru kynnt sérstaklega.
Samningurinn sem undirritaður var á Höfuðborgarstofu í dag gildir til 31. desember 2018.
Í tilefni af undirritun hans sögðu borgarstjóri og bæjarstjórar á höfuðborgarsvæðinu eftirfarandi:
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri:
„Gott samstarf á milli sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu er mikilvægt og við eigum öll mikil tækifæri í sameiginlegri markaðssetningu. Þessi samningur endurspeglar að samstarf sveitarfélaganna hefur sjaldan verið betra en nú og auðvitað eru það umtalsverð tímamót að sveitarfélögin hafa sameinast um að markaðsetja höfuðborgarsvæðið í heild undir nafninu Reykjavík. “
Í tilefni af undirritun hans sögðu borgarstjóri og bæjarstjórar á höfuðborgarsvæðinu eftirfarandi:
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri:
„Gott samstarf á milli sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu er mikilvægt og við eigum öll mikil tækifæri í sameiginlegri markaðssetningu. Þessi samningur endurspeglar að samstarf sveitarfélaganna hefur sjaldan verið betra en nú og auðvitað eru það umtalsverð tímamót að sveitarfélögin hafa sameinast um að markaðsetja höfuðborgarsvæðið í heild undir nafninu Reykjavík. “
Ármann Kr. Einarsson bæjarstjóri í Kópavogi:
„Gríðarleg fjölgun erlendra ferðamanna kallar á aukið markaðsstarf til að kynna afþreyingu á höfuðborgarsvæðinu öllu. Því fagna ég auknu samstarfi milli sveitarfélaganna í markaðsmálum, við njótum öll góðs af því.“
„Gríðarleg fjölgun erlendra ferðamanna kallar á aukið markaðsstarf til að kynna afþreyingu á höfuðborgarsvæðinu öllu. Því fagna ég auknu samstarfi milli sveitarfélaganna í markaðsmálum, við njótum öll góðs af því.“
Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri í Hafnarfirði:
„Við fögnum auknu og samræmdu samstarfi á þessu sviði og munum taka vel á móti vaxandi fjölda ferðamanna. Tækifærin á svæðinu eru mikil og allir innviðir til staðar.“
„Við fögnum auknu og samræmdu samstarfi á þessu sviði og munum taka vel á móti vaxandi fjölda ferðamanna. Tækifærin á svæðinu eru mikil og allir innviðir til staðar.“
Gunnar Einarsson bæjarstjóri í Garðabæ:
„Ég hef miklar væntingar til þess að öflugt samstarf sveitarfélaganna verði til að styrkja þau öll og geri þá fjölbreyttu menningu og afþreyingu sem er í boði á höfuðborgarsvæðinu aðgengilegri fyrir ferðamenn.“
„Ég hef miklar væntingar til þess að öflugt samstarf sveitarfélaganna verði til að styrkja þau öll og geri þá fjölbreyttu menningu og afþreyingu sem er í boði á höfuðborgarsvæðinu aðgengilegri fyrir ferðamenn.“
Haraldur Sverrisson bæjarstjóri í Mosfellsbæ:
„Ég hef mikla trú á því að höfuðborgarsvæðið nái markmiðum sínum í málefnum er varða ferðaþjónustuna með því að sameina krafta sína eins og gert er með þessu samkomulagi.“
Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri á Seltjarnarnesi:
„Seltjarnarnesbær lýsir yfir mikilli ánægju með samstarfið við nágrannasveitarfélögin og hefur þegar sett af stað nefnd sem ætlað er að móta stefnu sveitarfélagsins gagnvart ferðaþjónustunni.“