Hágæða grænar samgöngur: RVK – KEF

Græn tenging við KEF

Reykjavíkurborg, Innviðaráðuneytið, Kadeco, Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins og Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum standa sameiginlega að opnum fundi um góðar og umhverfisvænar samgöngur milli alþjóðaflugvallarins í Keflavík og höfuðborgarsvæðisins.   

Ræða á sameiginlega framtíðarsýn, raunhæfni og mögulegar lausnir á þeim áskorunum sem blasa við. Erlendir gestafyrirlesarar gefa innsýn í svipuð verkefni sem borgir í Evrópu hafa ráðist í og einnig verður tekinn púls á þeim möguleikum sem bjóðast hjá aðilum sem vinna um allan heim að stórum innviðaverkefnum með áherslu á vistvænni samgöngur.

Fundurinn verður haldinn í Salnum í Kópavogi fimmtudaginn 12. október, kl. 13–17. Gestir eru beðnir um að skrá sig á dagskrársíðu viðburðarins: Opinn fundur um samgöngur til KEF.

Dagskrá:

  • Hágæðasamgöngur fyrir heimsborg | Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri
  • Í átt að öflugri og kolefnishlutlausum almenningssamgöngum til Keflavíkurflugvallar  | Gyða Mjöll Ingólfsdóttir, verkefnastjóri samgönguáætlunar hjá Innviðaráðuneytinu
  • Þróunaráætlun Kadeco K64 – Keflavik Reykjavik Link KRL  | Samúel Torfi Pétursson, þróunarstjóri hjá Kadeco
  • Sagan og staðan - flugrúta, fluglest og fleiri hugmyndir  | Lilja G. Karlsdóttir, samgöngusérfræðingur
  • Pallborð og spurningar úr sal: Hver eru næstu skref?
    Þátttakendur í pallborði:  Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri ; Árni Freyr Stefánsson, Innviðaráðuneytið; Samúel Torfi Pétursson, Kadeco og Bryndís Friðriksdóttir, Vegagerðin. Umræðustjóri: Lilja G. Karlsdóttir, samgöngusérfræðingur

Hlé verður gert á dagskrá. Dagskrá eftir hlé hefst um kl. 14:50 og fer sá hluti fram á ensku.

  • Val á samgöngulausnum - flugvallartengingar og reynslusögur | Thomas Potter, technical expert, Norconsult heldur erindi á ensku
  • Grænni og snjallari samgöngur um allan heim | Carl Åge Björgan, framkvæmdastjóri Alstom í Noregi og Íslandi heldur erindi á ensku
  • Tengingin milli Helsinki og Vantaa flugvallarins | Henry Westlin, borgarverkfræðingur Vantaa heldur erindi á ensku
  • Pallborð og spurningar úr sal: Hvernig gæti framtíðin litið út?
    Þátttakendur í pallborði: Thomas Potter, Carl Åge Björgan og Henry Westlin.  Stjórnandi: Lilja G. Karlsdóttir, samgöngusérfræðingur. Seinni pallborðsumræður fara fram á ensku.

Fundarstjóri Lilja G. Karlsdóttir, samgöngusérfræðingur

Að fundi loknum verður boðið upp á léttar veitingar

Tengt efni: