Grafarvogsdagurinn á laugardaginn

""

Grafarvogsdagurinn verður haldinn hátíðlegur laugardaginn 17. maí næstkomandi.

Að venju er um fjölbreytta dagskrá að ræða þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Dagskrá Grafarvogsdagsins:
9:00-11:00
Morgunkaffi í pottunum í Grafarvogslaug. Sundlaug Grafarvogs býður gestum að gæða sér á ilmandi morgunkaffi í heitu pottunum. Frítt í sund meðan á morgunkaffi stendur.
11:00-12:00
Karatedeild Fjölnis með sýningu í Dalhúsum. Aðgangseyrir 500 kr., frítt fyrir 12 ára og yngri.
11:00-15:00
Bílskúrssala í Hamrahverfi. Allt sem hugurinn girnist. Föt og aðrir fjársjóðir. Heitt kaffi á könnunni. Allir velkomnir í Stakkhamra 14.
12:30
Ganga frá norðurenda bílastæðis Borgarholtsskóla. Korpúlfar bera góða andann frá Korpúlfsstöðum í ný húsakynni sín í  félagsmiðstöðinni Spönginni 43. Allir velkomnir í gönguna.
13:00-15:00
Hátíðarhöld við Spöngina:
Spöngin býður Grafarvogsbúum og öðrum gestum til hátíðarhalda. Fyrirtæki í Spönginni taka vel á móti gestum, ýmis tilboð og kynningar, grillaðar pylsur og margt fleira. Grunnskólaboðhlaupið, hoppukastalar, veltibíllinn, kassaklifur, leiktæki, bókabíllinn, andlitsmálun og margt fleira.
Dagskrá á sviði við Spöngina:
Helgistund undir berum himni, töframaður, Gói og Kristín, atriði frá félagsmiðstöðvum og frístundaheimilum, afhending Máttarstólpans.
13:00-15:00
Opið hús í nýju félagsmiðstöðinni í Spöng:
Opið verður í nýju félagsmiðstöðinni í Spöng. Aðilar í húsinu kynna starfsemina. Korpúlfar, samtök eldri borgara í  Grafarvogi, taka vel á móti fólki í nýju húsakynnum sínum í félagsmiðstöðinni. Hugmyndibanki á staðnum þar sem stýrihópur um framtíðarsýn Gufuness kallar eftir hugmyndum og ábendingum íbúa.
13:00-16:00
Opið hús hjá Íslenska gámafélaginu:

Íslenska gámafélagið býður alla hjartanlega velkomna á opið hús á Grafarvogsdaginn. Boðið verður upp á mótorhjóla- og ruslabílarúnt, hestarúnt, ruslaskrímslin verða á staðnum, akstur á heyvagni, hoppukastalar, kandýfloss, pylsur og fleira. Leiðsögn og kynning á Endurvinnsluþorpinu í Gufunesi.  Skoðunarferð í tveggja hæða strætó um Grafarvoginn. Starfsfólk Íslenska gámafélagsins hlakkar til að taka vel á móti nágrönnum sínum í Grafarvogi.
14:00
Leikur í 2. fl. kvenna.
Fjölnir—Valur/ÍR á gervigrasvellinum við Egilshöll. Frítt inn.
15:00-17:00
Opið hús í Egilshöll:

Dagskrá í Egilshöll hefst klukkan 15:00 og er til 17:00.
Diskótek á skautasvellinu í boði K100. Hoppukastalar og andlitsmálning fyrir yngstu kynslóðina. Fjölbreytt íþróttadagskrá í boði ýmissa deilda Fjölnis. Frí keilukennsla og ýmis tilboð í Keiluhöllinni. Opið hús í World Class og spennandi tímar.  Skotfélag Reykjavíkur verður með opið hús og býður gestum að prófa. Fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna!
Sambíóin í Egilshöll bjóða frítt í bíó á fjórar sýningar kl. 12:30.

Allir eru velkomnir að taka þátt í deginum.

Íbúar og fyrirtæki í Grafarvogi eru hvött til að draga fána að húni og skreyta hús sín í lit síns hverfis.