Götulokanir vegna Norðurljósahlaup Orkusölunnar

Mannlíf Íþróttir og útivist

""

Norðurljósahlaup Orkusölunnar fer fram í kvöld, laugardaginn 8. febrúar í miðbæ Reykjavíkur. Hlaupið er hluti af  Vetrarhátíð í Reykjavík en þetta er í fjórða sinn sem það er haldið.

Truflanir verða á umferð í miðbænum frá klukkan 19:00-20:10 vegna hlaupsins. Mesta truflunin verður við Hafnarhúsið í Tryggvagötu á meðan á hlaupinu stendur eða frá 19:00 - 20:10 en í styttri tíma á öðrum stöðum. Kort af hlaupaleiðinni og nánari upplýsingar um truflun á umferð má finna hér á nordurljosahlaup.is.

Fáir skráningapakkar eftir

Skráning í hlaupið er í fullum gangi á nordurljosahlaup.is og verður opin til miðnættis í kvöld. Aðeins fáir skráningarpakkar eru  eftir og því áhugasamir hvattir til að skrá sig fyrr en síðar.

Afhending gagna fyrir Norðurljósahlaup Orkusölunnar fer fram í verslun 66°norður á Laugavegi 17-19 klukkan 12-21 í dag föstudag og 10-17 á morgun laugardag. Innifalið í þátttökugjaldinu er meðal annars húfa frá 66°norður, armband og gleraugu sem lýsa í myrkri.

5 km skemmtiskokk eða ganga

Norðurljósahlaup Orkusölunnar er 5 km skemmtiskokk eða ganga þar sem þátttakendur hlaupa með upplýstan varning um miðbæ Reykjavíkur og eru hluti af glæsilegri ljósasýningu. Hlaupið hefst við Listasafn Reykjavíkur Hafnarhúsinu, fer framhjá Hörpu, í gegnum Hallgrímskirkju, um Hljómskálagarðinn, í gegnum Ráðhús Reykjavíkur og endar svo í Hafnarhúsinu. Hlaupaleiðin er skreytt ljósum og á reglulega er boðið uppá tónlist og hvatningu. Engin tímataka er í hlaupinu því það er ekki keppni sem slík heldur upplifun. Þátttakendur eru hvattir til að flýta sér hægt og njóta ljósasýningarinnar á leiðinni.

Dagskrá hlaupsins

Kl. 18:00

Upphitun hefst í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsinu.
DJ Dóra Júlía og Jón Jónsson sjá um fjörið.

Kl. 19:00

Ræsing fyrir utan Hafnarhúsið

Kl. 19:20-20:10
Þátttakendur að koma í mark í Hafnarhúsinu

Allar nánari upplýsingar má finna á nordurljosahlaup.is