No translated content text
Borgarráð samþykkti tillögu í gær um að gera nokkra götuhluta í miðborginni að göngugötum tímabundið á meðan Iceland Airwaves hátíðin stendur yfir 1. – 5. nóvember.
Iceland Airwaves tónlistarhátíðin verður haldin 1. - 5. nóvember næstkomandi en reiknað er með að um 7.500 gestir kaupi miða á hátíðina þar af margir erlendir gestir. Á hátíðinni verða margir „off-venue“ tónleikar út um alla miðborg. Þessir viðburðir eru öllum opnir og því má gera ráð fyrir mun fleiri gestum á hátíðina en þeim sem hafa keypt miða. Hátíðin setur skemmtilegan svip á borgina og henni fylgir fjölbreytt mannlíf. Flestir tónleikarnir eru haldnir í miðborginni og því er kjörið að bjóða upp á göngugötur á nokkrum svæðum líkt og gert hefur verið frá 2015.
Eftirtaldar götur verða göngugötur á meðan Iceland Airwaves hátíðin stendur yfir.
• Laugavegur og Bankastræti, frá Vatnsstíg að Þingholtstræti.
• Skólavörðustígur, milli Bergstaðastrætis og Bankastrætis
• Pósthússtræti, milli Kirkjustrætis og Hafnarstrætis
• Austurstræti auk Veltusunds og Vallarstrætis
Vöruafgreiðsla frá bílum verður leyfð í göngugötunum frá kl. 7 – 11 á morgnana.