Gengið í skólann og keppt um gullskóinn

Skóli og frístund

Gengið í skólann

Í Rimaskóla í Reykjavík er keppt um gullskóinn á öllum skólastigum í hinu árlega átaki Göngum í skólann sem Íþrótta- og ólympíusambandið stendur fyrir og talsverður fjöldi skóla á landinu öllu taka þátt í. 

Dagleg hreyfing mikilvæg

Davíð Már Sigurðsson íþróttakennari í Rimaskóla segir góða stemningu fyrir Göngum í skólann hafa myndast í fyrra og á hann von að það sama verði upp á teningnum í ár. Hann heyrði af keppni um gullskóinn á ráðstefnu íþróttakennara og fannst tilvalið að nýta þessu góðu hugmynd. Hann og fleiri í kennarar í skólanum vildu nota þetta tækifæri til að byggja upp nýjan skólabrag til að fá börn til að hreyfa sig meira.

Keppnin snýst um það að árgangar innan hvers skólastigs keppa sín á milli um gullskóinn. Safna hversu oft gengið er í skólann og ekki er hægt að fá meira en eitt skipti skráð á nemenda dag hvern. Til að fá ferð skráða þarf að koma gangandi í skólann eða með öðrum virkum ferðamáta eins og hjóli. Mesta veglengd innan Rimahverfisins í Rimaskóla eru ekki nema um 500 metrar og fyrir þau sem búa utan hverfis er í lagi að fá far inn í hverfið en ganga svo þaðan í skólann.

Bílaumferð við skóla ekki ákjósanleg

Davíð segir kosti þess að ganga í skólann vera margvíslega. Þannig komi nemendur ferskir í skólann eftir útiveru og hreyfingu, á leiðinni gefst mörgum kostur á félagslegu samneyti við samnemendur sína auk þess sem þetta dragi úr bílaumferð við skólana. Vitað er að talsverð mikil umferð getur skapast í kringum skólana vegna skutls en mikilvægt er að fækka bílum þar í kring og auka öryggi barna á leið sinni í skólann.

Hægt er að fylgjast með fréttum af Göngum í skólann á síðu verkefnisins.