Fjölmennur fundur um hatursumræðu á netinu | Reykjavíkurborg

Fjölmennur fundur um hatursumræðu á netinu

þriðjudagur, 10. desember 2013

Fjöldi fólks sótti opinn fund mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar sem fram fór í Iðnó í dag. Umræðuefnið var hatursumræða á netinu og voru fjórir gestafyrirlesarar, Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur, Sólveig Karlsdóttir, verkefnastjóri hjá Heimili og skóla, Hildur Lilliendahl Viggósdóttir, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg og Bjarni Randver Sigurvinsson, stundakennari við Háskóla Íslands.

 • Margrét Kristín Blöndal varaformaður mannréttindaráðs setur fundinn.
  Margrét Kristín Blöndal varaformaður mannréttindaráðs setur fundinn.
 • Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur ræddi um þörfina á mannhelgisgæslu á netinu.
  Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur ræddi um þörfina á mannhelgisgæslu á netinu.
 • Sólveig Karlsdóttir verkefnastjóri hjá Heimili og skóla ræddi um að ekkert hatur ætti að líðast á netinu og að orðum fylgir ábyrgð.
  Sólveig Karlsdóttir verkefnastjóri hjá Heimili og skóla ræddi um að ekkert hatur ætti að líðast á netinu og að orðum fylgir ábyrgð.
 • Hildur Lilliendahl Viggósdóttir verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg sagði frá verkefni sínu Listin að hata konur.
  Hildur Lilliendahl Viggósdóttir verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg sagði frá verkefni sínu Listin að hata konur.
 • Bjarni Randver Sigurvinsson stundakennari við HÍ ræddi um múslimahatur á Íslandi.
  Bjarni Randver Sigurvinsson stundakennari við HÍ ræddi um múslimahatur á Íslandi.

Margrét Kristín Blöndal varaformaður mannréttindaráðs, setti fundinn í Iðnó í dag en hátt í 80 manns mættu til að hlýða á erindi um hatursumræðu á netinu. Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur sagði að mannhelgisgæslu væri þörf á netinu því þar væru iðulega óviðurkvæmileg orðræða, hatursorðræða. Hann sagði jafnframt að sómakærir fjölmiðlar ættu ekki að halda úti skúmaskotum fyrir nafnlaust fólk þar sem slík orðræða færi fram. Í stað þess að sitja heima við tölvuna og horfa aðgerðarlaust á yrði fólk að hittast og tala saman. Opinn fundur eins og þessi í Iðnó væri einmitt vettvangur fyrir slíkar umræður.

Sólveig Karlsdóttir, verkefnastjóri hjá Heimili og skóla, sagði frá samvinnuverkefni sem samtökin hafa  unnið með SAFT þar sem ungmenni eru hvött til ábyrgrar netnotkunar. Foreldrar þyrftu líka að kenna börnum sínum að bera ekki út óhróður um aðra og fylgjast vel með því hvað þau væru að gera á netinu. 

Kynning Sólveigar: Ekkert hatur

Hildur Lilliendahl Viggósdóttir, verkefnisstjóri hjá Reykjavíkurborg, fjallaði um verkefni sitt Karlar sem hata konur. Hún hefur síðastliðin tvö ár safnað  hatursfullum og ógnandi ummælum á netinu og sýndi hún nokkur dæmi um um það sem karlar telja í lagi að segja um og við konur á Facebook. Hún sagði nauðsynlegt að allir leggðu sitt af mörkum til að gera samfélagssáttmála um að hatursfull og ógnandi umræða væri ekki í lagi.

Kynning Hildar: Listin að hata konur

Bjarni Randver Sigurvinsson, stundakennari við HÍ, ræddi um múslimahatur á Íslandi. Hann sagði múslimahatur hafi færst í aukana á Íslandi undanfarin ár og að hún væri oft á tíðum undanfari hatursglæpa. Hann benti á að samtök sem berðust gegn áhrifum múslima væru virk hér á landi á Facebook og með áformum um byggingu mosku hafi múslimahatur færst í aukana.

Kynning Bjarna: Múslimahatur á Íslandi