Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, afhenti í dag fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar við hátíðlega athöfn í Höfða. Veitt voru verðlaun fyrir fegurstu lóðir fjölbýlishúsa og fyrirtækja, fallegrar útiaðstöðu við sumargötur og endurbóta á eldri húsum í Reykjavík árið 2014.
Árlega eru veittar viðurkenningar fyrir endurbætur á eldri húsum og fallegar stofnana-, fyrirtækja- og fjölbýlishúsalóðir.
Viðurkenningar árið 2014 hljóta fjórar lóðir, þrjú hús og tvær verslanir við sumargötur .
Fyrirtækja- og stofnanalóðir:
Suðurlandsbraut 2, Hilton Reykjavík Nordica;
Sæmundargata 14-20, Félagsstofnun Stúdenta.
Fjölbýlishúsalóðir:
Dunhagi 11-17,
Ljósheimar 8-12.
Hús:
Lækjargata 8;
Grundarstígur 10, Hannesarholt;
Grandagarður 20, HB Grandi .
Sumargötur:
Laugavegur 1, Vísir;
Skólavörðustígur 5, Gullsmiðja og Listmunahús Ófeigs, Lítil í upphafi ehf.
Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur veitir viðurkenningarnar eftir tilnefningar frá vinnuhópum sem í sátu:
Vegna viðurkenningar fyrir lóðir fjölbýlishúsa og fyrirtækja/stofnana
Björn Ingi Edvardsson, landslagsarkitekt og Valný Aðalsteinsdóttir verkefnisstjóri á umhverfis- og skipulagssviði.
Vegna viðurkenningar fyrir endurbætur á eldri húsum
Drífa Kristín Þrastardóttir, safnvörður, Borgarsögusafni Reykjavíkur og
Margrét Þormar, arkitekt hjá skipulagsfulltrúa.
Umsagnir:
Fegrunarviðurkenningar fyrir lóðir.
Fegrunarviðurkenningar fyrir hús.