No translated content text
Tillaga á vinnslustigi að deiliskipulagi brúar fyrir gangandi og hjólandi umferð og almenningssamgöngur frá Kársnesi að flugbrautarenda Reykjavíkurflugvallar er nú til kynningar.
Reykjavíkurborg og Kópavogsbær hafa samþykkt að kynna sameiginlega tillögu á vinnslustigi að deiliskipulagi brúar yfir Fossvog skv. 40. gr. laga nr. 123/2010 ásamt umhverfisskýrslu sbr. 7. gr. laga nr. 105/2006. Í tillögunni er gert ráð fyrir um 270 m langri brú yfir voginn frá Kársnesi að flugbrautarenda Reykjavíkurflugvallar. Markmið tillögunar er að bæta samgöngutengingar milli Reykjavíkur og Kópavogs og styðja við vistvæna samgöngukosti.
Brúin verður fyrir umferð gangandi, hjólandi og almenningssamgöngur. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:2500 ásamt skýringarmyndum og greinargerð með umhverfisskýrslu dags. 30. apríl 2018.
Tillagan liggur frammi í þjónustuveri Reykjavíkurborgar að Borgartúni 12-14, 1. hæð, virka daga kl. 8:20 – 16:15 og í þjónustuveri Kópavogsbæjar að Digranesvegi 1 frá kl. 8:30 til 16:00 mánudaga og fimmtudaga og á föstudögum frá 8:30 til 15:00. Á eftirfarandi vefslóðum Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar er að finna gögn tillögunnar; greinargerð, uppdrátt og umhverfisskýrslu: https://www.kopavogur.is/, https://reykjavik.is/
Óskað er eftir að ábendingar við vinnslutillöguna berist fyrir 20. júní 2018. Ábendingar er hægt að senda á sveitarfélögin, hvort heldur sem er:
Skriflega til skipulags- og byggingardeildar Kópavogs, Digranesvegi 1, b.t. skipulagsstjóra, eða á netfangið skipulag@kopavogur.is.
Skriflega, til umhverfis – og skipulagsviðs Reykjavíkur, Borgartúni 12-14, b.t. skipulagsstjóra, eða á netfangið skipulag@reykjavik.is.
Skipulagssvæðið
Skipulagssvæðið tekur l þess svæðis á landi og sjó sem mun falla undir og við fyrirhugaða brúartenginguyfir Fossvog milli Kópavogs og Reykjavíkur. Í Reykjavík liggja norðurmörk deiliskipulagssvæðisins með mörkum Reykjavíkurflugvallar og í átt að Ylströndinni í Nauthólsvík. Í Kópavogi nær deiliskipulagssvæðið að deiliskipulagsmörkum Vesturvarar 38a og 38b og nær utan um fyrirhugaða landfyllingu og brúarendann. Stærð deiliskipulagssvæðisins er um 4,1 ha.
Tengill