Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit Skrekks
Annað undanúrslitakvöld Skrekks 2024 fór fram í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi, þann 5. nóvember. 238 ungmenni tóku þátt í atriðum kvöldsins þar sem þau sýndu frumsamin sviðsverk og fjölbreyttir hæfileikar þeirra komu fram.
Í úrslit komust Árbæjarskóli með atriðið Skapandi hugsun sem fjallar um gildi þess að treysta eigin vitsmunum frekar en gervigreind og Laugalækjarskóli með atriðið Kæra dagbók sem fjallar um mismunandi æviskeið og hringrás lífsins.
Níu grunnskólar tóku þátt að þessu sinni en það voru Álftamýrarskóli, Árbæjarskóli, Foldaskóli, Hlíðaskóli, Hólabrekkuskóli, Ingunnarskóli, Klébergsskóli og Laugalækjarskóli.
Í heildina er 721 þátttakandi í Skrekk í ár. Öll atriðin má sjá á vef UngRUV.is.