Ánægja með endurnýjaðar kennslustofur í Langholtsskóla

Skóli og frístund

Endurnýjuð C-álma

Endurnýjun á neðri hæð C-álmu Langholtsskóla er lokið og skólastarf þar hafið að nýju. Mikil ánægja er meðal nemenda og kennara með breytingarnar sem miðuðu að því að húsnæðið yrði í takt við nútíma kennsluhætti. 

Endurnýjuð C-álma

Rýmið bjart og hljóðvist góð

Eftir að í ljós kom að vatn rann undir álmuna var nauðsynlegt að fara í umfangsmiklar framkvæmdir. Brjóta þurfi upp gólf, endurhanna dren og bæta við brunnum til að fanga vatnið. Í endurhönnuninni fólust breytingar sem hleypa birtu inn á ganginn, betra aðgengi að salernum sem áður var inn af kennslustofum og bættu aðgengi almennt. Að auki voru gluggar síkkaðir og settar opnanlegar dyr út á skólalóðina. Breytingin gerir að verkum að rýmið sem áður virkaði eins og kjallari er opið og bjart.

Lýsing og hljóðvist á hæðinni eru komin í mjög gott lag sem bætir vinnuaðstöðuna mikið. Allur búnaður er nýr í stofunum fimm, kennaraborð eru hækkanleg, skjáir eru nýir og bjóða upp á að nýjast tækni sé nýtt í kennslu.