Fulltrúar samtaka hinsegin fólks í Litháen í heimsókn á mannréttindaskrifstofu

Mannréttindi

""

Fulltrúar frá LGL í Litháen komu í heimsókn í Ráðhúsið í dag og áttu góðan fund með mannréttindastjóra og starfsmönnum mannréttindaskrifstofu. 

Fulltrúar frá LGL (National LGBT rights organization ) í  Litháen komu í heimsókn í Ráðhúsið í dag og áttu góðan fund með mannréttindastjóra og starfsmönnum mannréttindaskrifstofu. Einnig komu á fundinn fulltrúi frá Trans Íslandi og fulltrúar frá Q, félagi hinsegin stúdenta.
Koma þeirra til Íslands er hluti af samstarfsverkefni hinsegin félaga á Íslandi og í Litháen, nánar tiltekið:  Q-félag hinsegin stúdenta og LGL samtaka hinsegin fólks í Litháen.
 
Á fundinum meðal annars rætt um hvernig Reykjavíkurborg og mannréttindaskrifstofan koma að og vinna að bættum réttindum trans fólks út frá mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar.  Einnig var ræddur munurinn á stöðu mannréttinda transfólks í Vilnius og Reykjavíkurborg.
 
Hér er vefsíða samtaka þeirra: www.lgl.lt