Íbúar í Vesturbænum vilja bæta aðgengi gangandi vegfarenda

Betri hverfi

""

Íbúar í Vesturbænum leggja til hugmyndir fyrir 83 milljónir í hverfakosningunum Betri hverfi 2015. Meðal verkefna er gönguljós við Ánanaust gegnt Vesturgötu, að endurgera tröppur við Hagaskóla og leggja gangstétt norðaustanmegin meðfram KR vellinum.

Aðrar hugmyndir sem lagðar eru fram í Vesturbænum er að endurbæta Nýlendugöturóló, lagfæra stíg við Eiðisgranda og Fjörugranda og setja vatnshana við Ægissíðu. Þetta eru einungis sex af fimmtán verkefnum sem íbúar geta kosið um í Betra hverfi 2015.

Þau fimmtán verkefni sem kosið verður um eru metin á 83 milljónir króna en til framkvæmda eru rúmlega 37 milljónir króna í verkefni til Vesturbæjarins.

Rafrænar íbúakosningar um verkefni í hverfum borgarinnar hefjast  þriðjudaginn 17. febrúar í næstu viku og standa yfir til miðnættis þriðjudaginn 24. febrúar. Til að kjósa þarf að auðkenna sig með rafrænum skilríkjum eða Íslykli og kemst þá kjósandinn inn í rafrænan kjörklefa. Kerfið er afar einfalt í notkun. Aldurstakmark í kosningunum er 16 ár.

Sjá verkefni í Vesturbænum.