Íbúar í Laugardal vilja leiksvæði í lag og kaldavatnsaðstöðu í laugunum

Betri hverfi

""

Íbúar í Laugardalnum leggja til hugmyndir fyrir yfir 132 milljónir í hverfakosningunum Betri hverfi 2015. Meðal verkefna er leiktæki við frístundaheimilið Glaðheima, körfuboltavöll á lóð Laugarnesskóla og endurnýjun leiksvæðis á gamla Ármannsvellinum gegnt Miðtúni.

Önnur verkefni á lista Laugardals er að setja upp aðstöðu í Laugardalslaug með köldu vatni til kælingar fyrir fólk og setja upp lýsingu á göngustíginn meðfram dælustöðinni að stígnum meðfram sjónum. Þetta eru einungis fimm af 19 verkefnum sem íbúar í Laugardal geta kosið um í Betri hverfi 2015.

Þau nitján verkefni sem kosið verður um eru metin á rúmar 132 milljónir króna en til framkvæmda eru tæplega 37 milljónir króna í verkefni í Laugardalnum.

Rafrænar íbúakosningar um verkefni í hverfum borgarinnar hefjast  þriðjudaginn 17. febrúar í næstu viku og standa yfir til miðnættis þriðjudaginn 24. febrúar. Til að kjósa þarf að auðkenna sig með rafrænum skilríkjum eða Íslykli og kemst þá kjósandinn inn í rafrænan kjörklefa. Kerfið er afar einfalt í notkun. Aldurstakmark í kosningunum er 16 ár.

Sjá verkefni í Laugardal.