Nöfn á plöntum geta verið hinsegin

Umhverfi

""

Safnkostur Grasagarðs Reykjavíkur geymir margar plöntur með tengingu í hinsegin sögu og þjóðtrú, allt frá tíð Forn-Grikkja til nútímans. Í göngu um garðinn á Hinsegin dögum 6. ágúst fræddi Hjörtur Þorbjörnsson forstöðumaður gesti um þessar plöntur.

Hjörtur sagði sögu þessara plantna og goðanna sem tengist þeim. Hann sagði þrjár sögur úr grísku goðafræðinni. Sú fyrsta var um sverðblöðku (Acorus calamus), önnur um goðalilju (Hyacinthus). Þriðja sagan var um páskalilju (Narcissus).

Í sögunni um sverðblöðkuna koma tveir elskendur við sögu, Karpos og Kalamos, sem kepptu hvor við annan um hver væri fyrstur að synda yfir á eina. Þegar Kalamos steig á land áttaði hann sig á því að Karpos hefði drukknað á leiðinni yfir. Í æðiskasti ákvað hann að fara sömu leið og drekkti sér í ánni. Til að minnast sorgar Kalamos breyttu guðirnir líkama hans í sverðblöðku sem er algeng við lygna árbakka og tjarnir í A-Evrópu, Asíu og Ameríku. Sverðblaðkan hefur oft verið notuð sem tákn um angist og sorg vegna óendurgoldinna ásta samkynhneigðra karlmanna. Sem dæmi má nefna Calamus ljóðabálkinn eftir bandaríska ljóðskáldið Walt Whitman

Um það bil 50 gestir tóku þótt í göngunni og að henni lokinni var boðið upp á drykki í kaffihúsi Grasagarðsins, Café Flóru, og gafst gestum þar einnig færi á að hlusta á lifanditónlistarflutning. Grasagarður Reykjavíkur er opinn alla daga, árið um kring og aðgangur er ókeypis fyrir almenning. Í garðinum má finna ræktuð sýnishorn af stórum hluta íslensku flórunnar og um 3000 öðrum tegundum plantna víðs vegar að úr heiminum. Graðurinn er lifandi safn í hjarta Laugardalsins. 

Grasagarður Reykjavíkur

Reykjavik Pride