Heiti Potturinn er opinn fyrir umsóknir!

Mannlíf Menning og listir

""

Hitt húsið hefur opnað fyrir umsóknir í Heita Pottinn, verkefnasjóð sem hefur það að markmiði að virkja ungt fólk til uppbyggilegs starfs í nærumhverfi sínu, að efla hverfisvitund og stuðla að jákvæðri ímynd hverfisins. Umsækjendur verða að vera á aldrinum 16-25 ára og hafa lögheimili í Reykjavík.

Í fyrra fengu margvísleg verkefni styrk úr sjóðnum, meðal annars hélt Grísalappalísa tónleika í Mjóddinni, Swaggerific danshópur kom upp æfingaaðstöðu og hélt sýningu í lok árs, BORG raftónleikaröð hafa verið með raftónleika víðs vegar um Breiðholtið, meðal annars í Breiðholtslauginni. Hægt er að sjá verkefnin sem hafa hlotið styrk á þessu ári og þau sem fengu styrk í fyrra á www.facebook.com/heitipottur.

Umsóknarfrestur er til 31. maí og er tekið við umsóknum á www.hitthusid.is. Við hvetjum ungt fólk til að kynna sér sjóðinn og leggja inn hugmyndir að skapandi verkefnum í Breiðholti!