Íbúafundur um Betri hverfi

""

Hvað vilja Breiðhyltingar? Setja upp frisbígolfvöll neðan við Fella- og Hólakirkju/Keilufell? Koma upp ætigarði í efra Breiðholti?Setja upp leiktæki á leikvöll við Holtasel/Hæðarsel? Kynntu þér hugmyndirnar tuttugu sem verður kosið á milli í íbúakosningunum í mars á íbúafundi næsta fimmtudag.

Fimmtudaginn 20. febrúar kl. 17-18 verður haldinn íbúafundur fyrir íbúa Breiðholts í Gerðubergi, A-sal. Tilgangur fundarins er að upplýsa um ferli þeirra hugmynda sem hafa borist í Betri hverfi, hverjar verður hægt að velja um og hverjar ekki og af hvaða ástæðum. Þá gefst íbúum kostur á að koma með athugasemdir og ábendingar ásamt því að koma skoðunum sínum um lýðræðisverkefnin almennt í borginni á framfæri.