Dansað með snjókarli í Engjaborg

Skóli og frístund

""

Börn í leikskólanum Engjaborg nýttu sér ofankomuna á aðventunni og bjuggu til myndarlegan snjókarl. 

Börnin tóku daginn snemma í morgunmyrkrinu og fóru út með kerti og nesti. Þau bjuggu til fínan snjókarl og dönsuðu og sungu jólalög. Á aðventunni er gott að búa til skemmtilegar samverustundir, njóta þess að vera saman og gera eitthvað svona skemmtilegt. Eins og sjá má kunnu börnin vel að meta þessa skemmtilegu samverustund með snjókarlinum.