Borgarstjórn samþykkir neyðaraðstoð við Sýrland

""

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti samhljóða á fundi sínum að veita sem svarar 100 kr. á hvert barn í Reykjavík til hjálparstarfs vegna yfirstandandi hörmunga í Sýrlandi.

UNICEF á Íslandi er falin ráðstöfun fjárins, en fjármagnið komi af liðnum ófyrirséð í fjárhagsáætlun.

Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi vinstri grænna hvatti önnur sveitarfélög að til að fara að dæmi Reykjavíkurborgar en tillagan kom upphaflega fyrir borgarráð frá vinstri grænum.