Yfirlýsing frá Reykjavíkurborg

Velferð

""

Vegna umfjöllunar fjölmiðla um málefni starfsmanns frístundamiðstöðvar vill Reykjavíkurborg koma eftirfarandi á framfæri:

Reykjavíkurborg lítur málið alvarlegum augum. Reykjavíkurborg kappkostar að viðbrögð starfsmanna miði ætíð að því að tryggja hagsmuni barna í starfi hjá Reykjavíkurborg. Þegar grunsemdir vakna um refsiverða háttsemi af hálfu starfsfólks Reykjavíkurborgar er viðkomandi einstaklingur sendur í leyfi á meðan á rannsókn lögreglu stendur.

Í því máli sem nú er til umfjöllunar var slíkt gert og hefur starfsmaðurinn verið í leyfi frá því að umrætt atvik kom upp. Málið hefur verið til rannsóknar hjá lögreglu og nú hefur verið gefin út ákæra á hendur starfsmanninum.  Áréttað er að starfsmenn sem verða uppvísir að slíkum brotum starfa ekki með börnum hjá Reykjavíkurborg. Þess ber einnig að geta að í verklagi starfsmanna í leik- og frístundastarfi er kveðið á um að starfsmaður skuli ekki vera einn með barni.