Saman gegn ofbeldi

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti vorið 2014 að fara í átak gegn heimilisofbeldi í samstarfi við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Kvennaathvarfið og Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu taka einnig þátt í verkefninu. Markmið samstarfsins er að auka þekkingarmiðlun og bæta verklag til að taka á þeim heimilisofbeldismálum sem upp koma í því skyni að tryggja öryggi borgarbúa á heimilum sínum, veita þolendum og gerendum betri þjónustu og bæta stöðu barna sem búa við heimilisofbeldi. 

Ef þú býrð við ofbeldi eða hefur orðið fyrir ofbeldi getur þú fengið aðstoð. Hér má finna upplýsingar um aðstoð fyrir þolendur.

Gerendur geta einnig leitað sér aðstoðar. Hér má finna upplýsingar um aðstoð fyrir gerendur.

 
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborg hafa tekið saman tölfræðilegar upplýsingar um útköll/tilkynningar vegna heimilisofbeldis í Reykjavík. Upplýsingarnar ná frá upphafi verkefnisins Saman gegn ofbeldi, frá 12. janúar 2015 til og með 31. desember 2016. Hér má sjá tölulegar upplýsingar fyrir árið 2015. Hér má sjá tölulegar upplýsingar fyrir árið 2016.
 
Ætlunin er að birta tölfræðiupplýsingar um útköllin/tilkynningar fyrir hvern mánuð á árinu 2017. Tölurnar munu birtast fyrir hvern mánuð um miðjan næsta mánuð á eftir. Hér má sjá tölulegar upplýsingar fyrir janúar - október 2017.
 
RIKK, rannsóknarstofnun í jafnréttisfræðum, vann áfangamat á verkefninu í október 2015. Hér má sjá áfangamat á Saman gegn ofbeldi og lokaskýrslu um verkefnið, lokaúttekt á Saman gegn ofbeldi.
 
Skoðað var sérstaklega hvaða aðgerðum ætti að beita til að vinna gegn ofbeldi gagnvart fötluðu fólki. Skýrsla um aðgerðir til að vinna gegn ofbeldi gagnvart fötluðu fólki.
 
Reykjavíkurborg gaf út bæklinginn Hvað gerðist? Honum er sérstaklega ætlað að mæta þörfum fatlaðs fólks sem beitt hefur verið ofbeldi eða grunur leikur á að hafi verið beitt ofbeldi. Bæklingurinn getur nýst ýmsum hópum fatlaðs fólks, s.s. fólki með þroskahömlun og/eða einhverfu. Bæklingurinn var saminn af Karin Torgny en þýddur af Stígamótum. Hér má sjá Hvað gerðist? bæklinginn en einnig er hægt að hafa samband við mannréttindaskrifstofu til þess að fá hann í prentaðri útgáfu. Netfang: mannrettindi@reykjavik.is.
 
Vinnustaðir geta fengið fræðslu um fatlað fólk og ofbeldi.
Vinsamlegast hafið samband við Tómas Inga Adolfsson vegna fræðslunnar. Netfang: tomas.ingi.adolfsson@reykjavik.is
 
Formaður stýrihóps verkefnisins Saman gegn ofbeldi er Anna Kristinsdóttir. Netfang: anna.kristinsdottir@reykjavik.is
 
Verkefnisstjóri verkefnisins Saman gegn ofbeldi er Halldóra Gunnarsdóttir, mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar. Netfang: halldora.gunnarsdottir@reykjavik.is
 
 

Bæklingar

Saman gegn ofbeldi

Bæklingurinn er upplýsingabæklingur um birtingamyndir heimilisofbeldis og hvert er hægt að leita. Í bæklingnum er einnig fjallað um verkefnið Saman gegn ofbeldi á íslensku ensku og pólsku.

Áhrif heimilisofbeldis á börn

Bæklingurinn er um þau áhrif sem heimilisofbeldi hefur á börn og er fyrst og fremst skrifaður fyrir foreldra og annað forráðafólk en nýtist einnig ýmsum fagstéttum. Bæklingurinn er tvímála. Hér má nálgast bæklinginn um Áhrif heimilisofbeldis á börn á íslensku og ensku.

Réttur þinn – Your Rights - Twoje prawa - Tus derechos - สิทธิของคุณ - Ваше право - حم لُه
Tvímála bæklingur með mikilvægum upplýsingum fyrir erlendar konur á Íslandi á íslensku og enskupólskuspænskutælenskurússnesku og arabísku
 
Býrð þú við ofbeldi? Is domestic violence a part of your life? Czy jestes ofiara przemocy? 
Þrímála bæklingur með grunnupplýsingum fyrir þolanda ofbeldis á íslensku, ensku og pólsku
 
Children who Live with Domestic Violence
Bæklingur á ensku sem gefur góðar upplýsingar um áhrif ofbeldis á börn og hvernig hægt er að styðja þau
 
Við og börnin okkar - Our Children and Ourselves - My i nasze dzieci - Tayo at ang ating mga anak - Мы и наши дети
Tvímála bæklingur um foreldra og börn á Íslandi á íslensku og enskupólskufilipeysku og rússnesku
 
Karlar og Stígamót
Bæklingur fyrir og um karlkyns þrotaþola kynferðisofbeldis 
 
Stígamót fyrir alla
Almennur bæklingur um kynferðisofbeldi og afleiðingar þess
 
Ofbeldi í nánum samböndum
Bæklingur frá Velferðarráðuneytinu um ofbeldi í nánum samböndum og orsakir, afleiðingar og úrræði þess. Sérstakur fyrir félagsþjónustuljósmæður, lögreglu og starfsfólk heilbrigðiskerfisins.
 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

2 + 5 =