Hverfisráð Breiðholts - Fundur nr. 70

Hverfisráð Breiðholts

Árið 2011, fimmtudaginn 24. febrúar, var haldinn 70. fundur hverfisráðs Breiðholts í Þjónustumiðstöð Breiðholts að Álfabakka 12 sem hófst kl. 16.15. Mætt voru: Lárus Rögnvaldur Haraldsson formaður, Elsa H. Yeoman, Falasteen Abdu Libde, Sveinn Hlífar Skúlason, Jarþrúður Ásmundsdóttir, Hafsteinn Valsson, Birna Magnúsdóttir áheyrnarfulltrúi, Helgi Kristófersson fulltrúi íbúasamtakanna Betra Breiðholts, Þorsteinn Hjartarson, framkvæmdarstjóri Þjónustumiðstöðvar Breiðholts og Ágústa H. Gísladóttir frístundaráðgjafi sem ritaði fundargerð.
Gestir fundarins Helgi Eiríksson sat undir dagskrárlið 1 og Helgi Jónsson verkefnastjóri, Baldur Árnason skátafélaginu Segli og Ásta Bjarney Elíasdóttir Haförnum sátu undir dagskrárliðum 1 og 2.
Þetta gerðist:

1. Bergin í Breiðholti. Helgi Eiríksson leiddi kynninguna.
Bókun. Hverfisráð fagnar hugmyndinni um Bergin í Breiðholti og hvetur fagráðin þrjú, þ.e. velferðarráð, íþrótta- og tómstundaráð og menningar- og ferðarmálaráð, til að taka málið á dagskrá sem fyrst. Einnig verður bókun hverfisráðs send til kynningar til menntaráðs vegna mögulegrar aðkomu Námsflokka Reykjavíkur.

- Kl. 16.45 vék Helgi Eiríksson af fundi.

2. Erindi frá skátunum – fulltrúar skáta á fundinum eru Helgi Jónsson verkefnastjóri, Baldur Árnason skátafélaginu Segli og Ásta Bjarney Elíasdóttir Haförnum. Helgi kynnti ástand mála og vísaði í áður sent bréf til hverfisráðsins.
Samþykkt samhljóða að taka jákvætt undir erindið og að formaður hverfisráðs tæki að sér að kanna ýmsa möguleika í stöðunni með þeim aðilum í hverfinu sem þekkja best til.

- Kl. 17.10 viku Helgi Jónsson, Baldur Árnason og Ásta Bjarney Elíasdóttir af fundi.

3. Framkvæmdir í Breiðholti á vegum Reykjavíkurborgar.
Samþykkt að fela formanni og framkvæmdastjóra að fylgja verkefninu eftir.

4. Hverfapottar. Elsa Hrafnhildur kynnti málið.
Samþykkt að tengja vinnu við hverfispottinn við íbúafundina sem hverfisráð mun halda.

5. Erindi frá Umhverfis- og samgöngusviði um vinstri beygjuna við Bústaðaveg. Hverfisráð samþykkir erindið, þ.e. að núverandi fyrirkomulag verði ótímabundið.

6. Fréttir frá stýrihópnum 111 Reykjavík. Elsa Hrafnhildur kynnti framgang verkefnisins. Samþykkt að kynna verkefnið betur á íbúafundi hverfisráðs í Efra Breiðholti.

7. Elliðaárdalurinn.
Samþykkt að fresta þessum dagskrárlið til næsta fundar.

8. Íbúafundir hverfisráðs.
Samþykkt að byrja á Fella- og Hólahverfi 17. mars kl. 20:00-21:30 í Gerðubergi. Annar fundur verður svo haldinn 24. mars og þriðji fundur 31. mars.

9. Skólamál í Breiðholti út frá tillögum starfshóps.
Samþykkt að fresta málinu til næsta fundar.

10. Næsti fundur verður haldinn 10. mars.

Fundi slitið kl. 18.00.

Lárus Rögnvaldur Haraldsson

Elsa H. Yeoman Falasteen Abu Libdeh
Sveinn Hlífar Skúlason Jarþrúður Ásmundsdóttir