Hverfisráð Háaleitis og Bústaða - Fundur nr. 87

Hverfisráð Háaleitis og Bústaða

Ár 2011, mánudaginn 30. mars var haldinn 87. fundur í hverfisráði Háaleitis og Bústaða. Fundurinn var haldinn á Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis, Síðumúla 39 og hófst kl. 17.15. Viðstaddir voru Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, Kristín Erna Arnardóttir, Rúna Malmquist, Gunnar Ingi Gunnarsson og Garðar Mýrdal varamaður Jóhanns Björnssonar áheyrnarfulltrúa Vinstri grænna. Einnig sátu fundinn þau Elinora Inga Sigurðardóttir, Nanna Guðmundsdóttir frá Íbúasamtökum Bústaðahverfis, Heiða Björk Sævarsdóttir frá Íbúasamtökum Háaleitis, Aðalbjörg Traustadóttir framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis og Baldur Örn Arnarson frístundaráðgjafi sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Fjallað um forgangsröðun framkvæmda á grundvelli „hverfapotta 2011“.

- Kristín Erna Arnardóttir vék af fundi kl. 17:40

2. Lögð fram beiðni Skipulags- og byggingarsviðs, dagsett 14. mars sl. um umsögn hverfisráðs varðandi breytta notkun á húsinu sem stendur við skólagarðinn í Bjarmalandi. Í stað aðstöðu fyrir skólagarð yrði húsnæðið nýtt fyrir dagforeldra.
Hverfisráð frestar gerð umsagnar til næsta fundar og beinir þeim tilmælum til Skipulags- og byggingarsviðs að tillagan verði kynnt íbúum í næsta nágrenni með upplýsingapósti og þeim gefinn kostur á að kynna sér málið og taka afstöðu til þess.

Framkvæmdastjóra var jafnframt falið að óska eftir skilgreiningu á hugtakinu „fjölskyldugarður“.

Fundi slitið kl. 18.10

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir

Rúna Malmquist Gunnar Ingi Gunnarsson