Stjórn skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins - Fundur nr. 303

Stjórn skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins

STJÓRN SKÍÐASVÆÐA HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS

Ár 2010, föstudaginn 5. mars var haldinn 303. fundur Stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins. Fundurinn var haldinn á Bæjarhálsi 1 og hófst kl. 08:45.
Viðstaddir: Benedikt Geirsson, formaður, Ingvar Jónsson, Sigurður Guðmundsson, Páll Grétarsson, Ingi Þór Hermansson, Egill T. Jóhannsson
Jafnframt sátu fundinn: Bragi Þór Bjarnason fjármálastjóri, Magnús Árnason framkvæmdastjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Rætt um skipulagsmál í Bláfjöllum.

2. Lagt fram bréf Skíðagöngufélagsins Ulls dags. 18. feb. sl. varðandi skipulagsmál í Bláfjöllum.
Tekið er jákvætt í erindið og vísað til framkvæmdastjóra.

3. Rætt um ársreikning 2009.

kl. 10:00 vék Bragi Þór Bjarnason af fundi.

4. Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra dags. í dag um stöðuna í fjöllunum.

5. Rætt um snjóframleiðslu. Fundarmenn lýstu áhyggjum sínum af snjóleysi á skíðasvæðunum það sem af er vetrar. Stjórn skíðasvæðanna leggur mikla áherslu á að frekari undirbúningur og vinna við snjóframleiðslu hefjist sem allra fyrst er byggist á tillögum sem lagðar voru fyrir fund nefndarinnar 28. júní 2007.
Til þess að svo megi verða þurfa þau sveitarfélög sem standa að skíðasvæðunum að taka höndum saman og styðja við verkefnið.

6. Næsti fundur 9. apríl 2010.

Fundi slitið kl. 10:35.

Benedikt Geirsson

Ingi Þór Hermannsson Egill T. Jóhannsson
Sigurður Guðmundsson Páll Grétarsson
Ingvar Jónsson