Fundur borgarráðs 28. október 2016

B O R G A R RÁ Ð

Ár 2016, föstudaginn 28. október, var haldinn 5429. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í  Hofi, Höfðatorgi, hófst kl. 10.10. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, S. Björn Blöndal, Heiða Björg Hilmisdóttir, Halldór Halldórsson, Marta Guðjónsdóttir og Líf Magneudóttir Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Helga Björg Ragnarsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Halldóra Káradóttir, Einar Bjarki Gunnarsson, Pétur Ólafsson og Linda Sif Sigurðardóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Rætt um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2017. Kynntar eru fjárhagsáætlanir Orkuveitunnar, Sorpu, íþrótta- og tómstundasviðs, menningar- og ferðamálasviðs, Strætó bs., Félagsbústaða, Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, Faxaflóahafna, mannréttindaskrifstofu, Íþrótta- og sýningarhallarinnar, Malbikunarstöðvarinnar Höfða, stjórnkerfis- og lýðræðisráðs og miðlægrar stjórnsýslu.

Bjarni Bjarnason, Bjarni Freyr Bjarnason, Hildigunnur Thoroddsen, Ingvar Stefánsson, Ómar Einarsson, Þórgnýr Thoroddsen, Andrés Bögebjerg Andreasen, Steinþór Einarsson, Elsa Yeoman, Svanhildur Konráðsdóttir, Huld Ingimarsdóttir, Jóhannes Rúnarsson, Ástríður Þórðardóttir, Auðun Freyr Ingvarsson, Lára Þorsteinsdóttir, Jón Viðar Matthíasson, Gísli Gíslason, Anna Kristinsdóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir, Sigurður Páll Óskarsson, Ómar Einarsson, Sveinn Hannesson, Halldór Torfason og Óskar J. Sandholt taka sæti á fundinum undir þessum lið.

- Kl. 10.17 tekur Hallur Símonarson sæti á fundinum.
- Kl. 10.20 tekur Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir sæti á fundinum.
- Kl. 10.31 tekur Halldór Auðar Svansson sæti á fundinum.
- Kl. 11.47 er gert hlé á fundi.
- Kl. 11.52 hefst fundur á ný.
- Kl. 11.47 víkur Halldór Halldórsson af fundi og Áslaug Friðriksdóttir tekur þar sæti.
- Kl. 12.38 til 12.49 er gert hlé á fundinum og þegar hann hefst á ný hefur Heiða Björg Hilmisdóttir vikið af fundi.
- Kl. 13.25 víkur Hallur Símonarson af fundi.

2. Lagt fram frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2017, ásamt greinargerð og starfsáætlunum.
Vísað til borgarstjórnar.

3. Lagt fram frumvarp að fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar 2017-2021 ásamt greinargerð.
Vísað til borgarstjórnar.

4. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 26. október 2016:

Lagt er til að meðfylgjandi gjaldskrár verði samþykktar fyrir árið 2017.

Greinargerð fylgir tillögunni.
Vísað til borgarstjórnar.

5. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 26. október 2016:

Lagt er til að borgarstjórn samþykki lántökur á árinu 2017 að fjárhæð allt að 3,2 milljarðar króna vegna áformaðra framkvæmda og fjárfestinga á árinu 2017. Gert er ráð fyrir að þessi fjármögnun verði fengin með skuldabréfaútboðum borgarsjóðs á árinu. Jafnframt er samþykkt að veita fjármálastjóra umboð f.h. Reykjavíkurborgar til þess að undirrita nauðsynlega gerninga sem tengjast nauðsynlegri skuldabréfaútgáfu, sem og til þess að taka á móti og undirrita, gefa út og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar sem tengjast lántökum þessum, enda verði einstakar lántökur lagðar fyrir borgarráð til afgreiðslu.

Greinargerð fylgir tillögunni.
Vísað til borgarstjórnar.

6. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 26. október 2016:

Lagt er til að álagningarhlutfall útsvars tekjuárið 2017 verði 14,52%.

Greinargerð fylgir tillögunni. R16100176
Vísað til borgarstjórnar.

7. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 26. október 2016:

Lagt er til að álagningarhlutfall fasteignaskatta og lóðarleigu vegna ársins 2017 verði sem hér segir:
Hlutfall fasteignaskatts skv. a-lið 3. mgr. 3. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 með síðari breytingum verði 0,2%.
Hlutfall fasteignaskatts skv. b-lið 3. mgr. 3. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 með síðari breytingum verði 1,32%.
Hlutfall fasteignaskatts skv. c-lið 3. mgr. 3. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 með síðari breytingum verði 1,32%, að viðbættri hækkun um 25%, sbr. heimild í 4. mgr. sömu greinar (1,65%).
Hlutfall lóðarleigu fyrir íbúðarhúsalóðir verði 0,2% af fasteignamatsverði.
Hlutfall leigu fyrir verslunarlóðir, iðnaðarlóðir og lóðir fyrir opinberar byggingar verði 1,0% af fasteignamatsverði.

Greinargerð fylgir tillögunni. R16100175
Vísað til borgarstjórnar.

8. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra dags. 26. október 2016:

Lagt er til að gjalddagaskipting fasteignagjalda fyrir árið 2017 verði með 9 jöfnum greiðslum á eftirfarandi gjalddögum: 1. febrúar, 4. mars, 2. apríl, 2. maí, 3. júní, 2. júlí, 2. ágúst, 2. september og 2. október. Þá er lagt til að nemi álagning fasteignagjalda 25.000 kr. eða lægri fjárhæð á fastanúmer greiði gjaldendur þau með einum gjalddaga þann 1. febrúar. Lagt er til að gjalddagi krafna vegna framkvæmdar afsláttar til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti og fráveitugjaldi verði 1. nóvember og eindagi 30 dögum síðar. Þó geta þeir sem skulda að lágmarki 25.000 kr. óskað eftir því að fá að ljúka greiðslum í þremur hlutum þann 1. desember, 2. janúar og 3. febrúar 2017. Lagt er til að þeir sem eiga inneign fái hana greidda út 6. nóvember 2017.

Greinargerð fylgir tillögunni.
Vísað til borgarstjórnar.

9. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 26. október 2016:

Lagt er til að viðmiðunartekjur til lækkunar fasteignaskatts og fráveitugjalds elli- og örorkulífeyrisþega árið 2017 verði eftirfarandi:
Viðmiðunartekjur
I. Réttur til 100% lækkunar
Einstaklingur með tekjur allt að 3.130.000 kr.
Samskattaðir einstaklingar með tekjur allt að 4.360.000 kr.
II. Réttur til 80% lækkunar
Einstaklingur með tekjur á bilinu 3.130.000 til 3.580.000 kr.
Samskattaðir einstaklingar með tekjur á bilinu 4.360.000 til 4.850.000 kr.
III. Réttur til 50% lækkunar
Einstaklingur með tekjur á bilinu 3.580.000 til 4.170.000 kr.
Samskattaðir einstaklingar með tekjur á bilinu 4.850.000 til 5.790.000 kr.
Lagt er til að skilyrði lækkunar fasteignaskatts og fráveitugjalds fari eftir reglum Reykjavíkurborgar um afslátt af fasteignagjöldum eins þær eru á hverjum tíma.

Greinargerð fylgir tillögunni.
Vísað til borgarstjórnar.

Fundi slitið kl. 15.19

S. Björn Blöndal

Halldór Auðar Svansson Líf Magneudóttir
Marta Guðjónsdóttir Sveinbjörg B. Sveinbjörnsdóttir
Áslaug Friðriksdóttir Heiða Björg Hilmisdóttir

borgarrad_2810.pdf
Skrá
/sites/default/files/borgarrad_2810.pdf
MIME type
application/pdf
MIME type
application/pdf
Skráarstærð
34.93 KB
Skráarstærð
34.93 KB