Stjórnkerfis- og lýðræðisráð - Fundur nr. 56

Stjórnkerfis- og lýðræðisráð

Ár 2017, 3. apríl, var haldinn 56. fundur stjórnkerfis- og lýðræðisráðs. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð, Ráðhúsi og hófst kl. 13.35. Fundinn sátu Halldór Auðar Svansson, Skúli Helgason, Eva Einarsdóttir, Lára Óskarsdóttir, Örn Þórðarson, Jón Ingi Gíslason og áheyrnarfulltrúinn Gísli Garðarsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Stefán Eiríksson, Óskar J. Sandholt og Dagbjört Hákonardóttir.

 

Fundaritari:: Sandra Dröfn Gylfadóttir

  1. Fram fer kynning á vinnslu rannsóknarinnar „Ungt fólk til áhrifa“. 

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning frá fagteymi frá umhverfis- og skipulagssviði á hugmyndamatsferli vegna Hverfisins míns 2017.  

    Fylgigögn

  3. Fram fer umræða um ferli við mótun tillagna.
  4. Lagt er fram bréf frá skóla- og frístundasviði, dags. 29. mars 2017, þar sem óskað er eftir umsögn stjórnkerfis- og lýðræðisráðs um tillögu áheyrnarfulltrúa foreldra í grunnskólum um opinbera birtingu árlegra niðurstaðna heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.

    Fylgigögn

  5. Lögð er fram breytingatillaga að fundadagatali stjórnkerfis- og lýðræðisráðs fyrir starfsárið 2016 til 2017. Lagt er til að 57. fundur muni fara fram þann 24. apríl næstkomandi. Samþykkt.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan :