Viðurkenning til 33 nemenda fyrir framúrskarandi starf

Mannlíf Skóli og frístund

""

Nemendaverðlaun skóla- og frístundaráðs voru afhent við hátíðlega athöfn í Laugalækjarskóla 29. maí. Þrjáttíu og þrír nemendur fengu viðurkenningu fyrir að skara fram út í námi, virkni í skóla- og félagsstarfi og aðra frábæra frammistöðu á tilteknu sviði skólastarfs. 

Alls bárust tilnefningar til verðlaunanna frá 32 grunnskólum og voru verðlaunahafar á öllum aldri, úr 3. - 10. bekk sem sýnir að nemendur geta skarað fram út og verið öðrum fyrirmynd óháð aldri.

Verðlaunahafar fengu bækur og viðurkenningarskjal en hefð hefur skapast fyrir því að veita í verðlaun þær bækur sem hlutu barnabókaverðlaun Reykjavíkur ár hvert. Að þessu sinni voru það þrjár bækur, Íslandsbók barnanna eftir Margréti Tryggvadóttur og Lindu Ólafsdóttur, Skuggasaga - Undirheimar efitr Ragnheiði Eyjólfsdóttur og Innan múranna eftir bandarísku skáldkonuna Nova Ren Suma sem Halla Sverrisdóttir þýddi. 

Við verðlaunaathöfnina í Laugalækjarskóla sýndu nemendur þar úr 7. bekk atriði úr söngleiknum Mamma mía sem sett var upp í skólanum á vormisserinu og einnig fengu gestir að sjá leikna hrollvekju eftir nemendur skólans, myndina Feluleik, sem hlaut fyrstu verðlaun á kvikmyndahátíð grunnskólanna á dögunum. 

Handhafar nemendaverðlauna skóla- og frístundaráðs 2017 eru: 

Dagur Hall í 10. bekk Austurbæjarskóla
Bryndís Ósk Hauksdóttir í 10. bekk Árbæjarskóla
Símon Orri Sindrason í 7. bekk Ártúnsskóla
Þóranna Vigdís Sigurðardóttir í 10. bekk Breiðholtsskóla
Sara Dís Rúnarsdóttir í 9. bekk Dalskóla
Agon Veselaj í 10. bekk Fellaskóla
Bjarki Björnsson í 9. bekk Foldaskóla
Matthías Löve í 10. bekk Hagaskóla
Steinunn M. Jóhannesdóttir í 7. bekk Hamraskóla
Andrea Ósk Óttarsdóttir í 9. bekk Háaleitisskóla
Hulda Kristín Hauksdóttir í 10. bekk Háteigsskóla
Gundur Ellingsgaard Petersen í 10. bekk Hlíðaskóla
Dunja Dagný Minicí 3. bekk Hólabrekkuskóla
Daria Paszok í 7. bekk Húsaskóla 
Guðrún Helga Guðfinnsdóttir í 9. bekk Kelduskóla
Magnús Aron Ceesay í 10. bekk Klettaskóla
Þórdís Agla Kristinsdóttir í 10. bekk Klébergsskóla
Einar Vignir Einarsson í 10. bekk Landakotsskóla
Róbert Zdravkov Demirev í 10. bekk Laugalækjarskóla
Ida Karólína Harris í 6. bekk Laugarnesskóla
Kristrún Sverrisdóttirí 7. bekk Melaskóla
Benedikt Vilji Magnússon í 7. bekk Melaskóla
Birgitta Ýr Sigurðardóttir í 10. bekk Norðlingaskóla
Tómas Sindri Leósson í 9. bekk Reykjavik International School
Hafsteinn Zimsen í 10. bekk Rimaskóla
Karvel Geirsson í 7. bekk Selásskóla
Ágúst Óli Ólafsson í 10. bekk Seljaskóla
Erla Sif Leósdóttir í 4. bekk Skóla Ísaks Jónssonar
Elva Rós Hannesdóttir í 9. bekk Sæmundarskóla
Ivana Milutinovic í 10. bekk Tjarnarskóla
Jóhanna Helgadóttir í 10. bekk Vogaskóla
Þyri Erla Sigurðardóttir í 10 bekk Vættaskóla
Katarzyna Jasielska í 8. bekk Ölduselsskóla.