Velferðarráð og stjórn Félagsbústaða funda saman

Velferð

""

Fulltrúar í velferðarráði Reykjavíkurborgar og í stjórn Félagsbústaða hf. settust á rökstóla í Gerðubergi í dag. 

Fundurinn hófst með kynnisferð um Reykjavík þar sem m.a. voru skoðaðar eignir Félagsbústaða hf. við Austurbrún 6 en þar standa yfir framkvæmdir og endurbætur. Þaðan lá leiðin að Furugerði 1 en þar eru 76 þjónustuíbúðir fyrir aldraða.  Að lokum var komið við að Írabakka 2-16, en sú íbúðablokk er meðal fyrstu félagsbústaða í Breiðholti.

Á fundinum í Gerðubergi voru kynntar niðurstöður rýnihóps leigjenda félagsbústaða um óskir þeirra og þarfir og að lokum var kynnt stefnumótun og framtíðarsýn Félagsbústaða hf.

Félagsbústaðir hf. eru í eigu Reykjavíkurborgar og er megintilgangur þeirra að reka félagslegt leiguhúsnæði í Reykjavík. Helsta markmið fyrirtækisins er að reka þjónustufyrirtæki á húsnæðismarkaði á sjálfbæran hátt í þágu almannaheilla. Velferðarsvið sér um úthlutun á íbúðum samkvæmt reglum um leigurétt og útlhlutum á félagslegum leiguíbúðum í Reykjavík. Við úthlutun er helst tekið tillit til tekna, framfærslubyrði og félagslegrar stöðu umsækjenda.

Fundinn sátu af hálfu velferðarráðs: Ilmur Kristjánsdóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir, Magnús Már Guðmundsson, Margrét Norðdahl, Áslaug María Friðriksdóttir, Börkur Gunnarsson og Gréta Björg  Egilsdóttir. Áheyrnarfulltrúi : Kristín Elfa Guðnadóttir. Af hálfu starfsmanna sátu fundinn: Regína Ásvaldsdóttir, Birna Sigurðardóttir, Kristjana Gunnarsdóttir, Agnes Sif Andrésdóttir, Jóna Guðný Eyjólfsdóttir, Sólveig Reynisdóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir. Af hálfu stjórnar Félagsbústaða hf: Haraldur Flosi Tryggvason, Kjartan Magnússon og Guðrún Ögmundsdóttir og af hálfu Félagsbústaða hf.: Auðun Freyr Ingvarsson, Birgir Ottósson, Helgi Hauksson og Kristín Guðmundsdóttir.