Undirritun þjónustusamnings

Mannlíf Mannréttindi

""

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra og Kristín Völundardóttir forstjóri Útlendingastofnunar undirrituðu í dag samning um þjónustu Reykjavíkurborgar við umsækjendur sem eru í leit að alþjóðlegri vernd.

Undirritunin fór fram í Ráðhúsi Reykjavíkur en samningurinn sem um ræðir varðar þjónustu Reykjavíkurborgar við allt að 200 umsækjendur sem eru í leit að alþjóðlegri vernd. Samningurinn felur í sér stækkun á samningi sömu aðila frá árinu 2015 sem kvað á um þjónustu borgarinnar við allt að 90 einstaklinga.

Samkomulagið er mikilvægur liður í því að treysta stoðir móttökukerfis umsækjenda um vernd hér á landi. Það er mikið kappsmál fyrir hlutaðeigandi aðila að tryggja skjólstæðingum fullnægjandi þjónustu að öllu leyti og hefur fyrri þjónustusamningur við Reykjavíkurborg reynst mjög vel.