Umhverfisdagur í Ártúnsskóla

Skóli og frístund

""

Nemendur í Ártúnsskóla tóku til hendinni á umhverfisdegi og hlúðu að grenndarskóginum í Elliðarárdalnum.

Öll börnin í skólanum tóku virkan þátt í umhverfisdeginum, enda blíðskaparveður í haustsólinni. Þau grisjuðu trjágróður, hlúðu að plöntum og settu kurl í stíga. Þá snyrtu þau til við stíga og gróður í grenndarskóginum og söguðu niður tré sem notuð verða í eldivið. Þegar allir höfðu lagt sitt á vogarskálarnar til að fegra og betrumbæta grenndarskóginn var farið í leiki og útiverunnar notið á þessu fallega svæði sem notað er til útikennslu allt skólaárið.