Þrettándabrennur og gleði í hverfum borgarinnar

Mannlíf Menning og listir

""

Þrettándabrennur verða á þremur stöðum í Reykjavík föstudaginn 6. janúar.

Þrettándahátíð í Vesturbænum

Þrettándahátíð í Vesturbænum hefst kl. 18.00 við Melaskóla. Þar leiða ungmenni úr grunnskólum Vesturbæjar fjöldasöng og síðan verður gengið með blys að brennunni á Ægissíðu.  Borinn verður eldur að kestinum kl. 18.30 og flugeldasýning verður kl. 18.45 og er hún í samstarfi við KR-flugelda. Skoða auglýsingu

Þrettándagleði í Grafarvogi

Í Grafarvogi verður árleg þrettándagleði Grafarvogsbúa haldin við Gufunesbæ. Kakósala verður í Hlöðunni frá kl. 17.00 og kl. 17.55 hefst blysför. Kveikt verður í brennu og skemmtun á sviði kl. 18.00 og gleðinni lýkur síðan með flugeldasýningu kl. 18.30. Skoða auglýsingu.

Þrettándaganga og gleði Grafarholts og Úlfarsárdals

Íbúar í Grafarholti og Úlfarsárdal sameinast þrettándagleðinni. Þar er dagskráin þessi: 

18:45 Lúðrasveit  spilar í Guðríðarkirkju

19:15  Gengið af stað frá Guðríðarkirkju

19:20  Göngur Grafarholts og Úlfarsársdals mætast á hringtorgi

19:30  Kveikt í brennu - lúðrasveit spilar í Leirdal

19:40  Jólasveinar mæta á svæðið og taka lagið

20:00 Flugeldasýning í boði FRAM