Taktu þátt í Listagátu RÚV og Listasafns Reykjavíkur

Mannlíf Menning og listir

""
 Fjölmargir hafa spreytt sig á Listagátu RÚV og Listasafns Reykjavíkur sem hófst á vefnum ruv.is fyrir nokkrum vikum. 
Í hverri viku er birt ný mynd af verki í eigu Listasafns Reykjavíkur ásamt léttri spurningu á vefnum ruv.is. Dregið er úr réttum svörum í þættinum Virkir morgnar á Rás 2 á föstudögum og verður það gert vikulega meðan á gátunni stendur. Vinningshafar fá tvö Menningarkort í verðlaun. Menningarkortið veitir ókeypis aðgang að söfnum Reykjavíkurborgar í heilt ár auk annarra fríðinda. Dregið verður úr öllum réttum svörum í maí og fær vinningshafinn grafíkverk eftir Erró í verðlaun. Í listagátunni er leitað svara um listaverk í eigu Listasafns Reykjavíkur. Þátttakendur finna rétt svör á vefnum safneign.listasafnreykjavikur.is.