Tækni- og tilraunaverkstæði í Spönginni

Skóli og frístund Mannlíf

""

Á laugardaginn 29. október  haldið tækni- og tilraunaverkstæði fyrir krakka og fjölskyldur þeirra á Borgarbókasafninu Spönginni. Þar munu leiðbeinendur aðstoða gesti við ýmis notkun á tölvum og forritunarverkefnum.

Meðal þess sem gestir fá að próa er smátölvan Raspberry Pi, þá verður hægt að fá leiðbeiningu um Minecraft-forritun og  Scratch forritunarmálið sem hentar yngstu börnunum vel. Með þessu gefst krökkum og forráðamönnum þeirra tækifæri til að fikta og fræðast um nýja og spennandi tækni og forritun. Tilraunaverkstæðið stendur frá klukkan 13-15. 

Borgarbókasafnið vill leggja sitt af mörkum til að auka aðgengi að tækniþekkingu meðal krakka og ungmenna. Liður í því er samstarf við félagasamtökin Kóder sem hófst sumarið 2016. Samtökin hafa að leiðarljósi að breiða út þekkingu á forritun til sem flestra án tillits til stöðu eða efnahags. Markmið samstarfsins er að bjóða börnum upp á ýmiss konar smiðjur og námskeið. Í haust býður Borgarbókasafnið upp á tilraunaverkstæði í Gerðubergi og Spönginni.