Sumarstörf í boði

Atvinnumál Mannlíf

""

Reykjavíkurborg óskar eftir starfsfólki í fjölbreytt afleysinga- og sumarstörf. Viltu starfa sem grænn fræðsluleiðbeinandi, aðstoðardýrahirðir, jafningjafræðari hjá Hinu Húsinu eða í garðyrkju, það er af nógu að taka.

Störfin eru margvísleg og snerta daglegt líf borgarbúa með ýmsum hætti. Reykjavíkurborg er stærsti vinnustaður landsins með yfir hátt í átta þúsund starfsmenn. Við leitum að sumarstarfsfólki til að hjálpa okkur við að gera Reykjavík lifandi og fallegri borg sem veitir borgarbúum á öllum aldri þjónustu.

Umsóknarfrestur er til 27. mars nk. www.reykjavik.is/sumarstorf

Í Hinu Húsinu, Pósthússtræti 3 – 5 er hægt að fá aðstoð við gerð umsókna alla virka daga frá klukkan 9.00 til 17.00. Ativnnuráðgjafar Hins Hússins verða auk þess með opið á Þriðjudögum frá klukkan 17.00 til 20.00 og á fimmtudögum frá kl. 17.00 til 22.00 út umsóknartíma.