Skapandi samráð með íbúum í Ártúnsholti

Stjórnsýsla Umhverfi

""
Nýtt líkan af Ártúnsholti verður sýnt á íbúafundi um hverfisskipulag í Ártúnsskóla á fimmtudag kl. 19.30 – 21.  Líkanasmíðin er hluti af skapandi samráði um nýja framtíðarsýn fyrir hverfið. 
 
Nemendur í 6. bekk Ártúnsskóla byggðu líkanið af Ártúnsholtinu og nutu við það leiðsagnar kennara og starfsfólks umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur.  Verkefnið er hluti af vinnu við hverfisskipulag sem gert verður fyrir öll hverfi í Reykjavík. „Mikilvægur hluti af hverfisskipulaginu er að færa mótun skipulagsins nær íbúum og hagsmunaaðilum með virku samráði í hverfunum,“ segir Ævar Harðarson, arkitekt og verkefnisstjóri hverfisskipulags.

Breytingar, endurbætur, þjónusta og tækifæri

Á íbúafundinum á fimmtudag gefst íbúum kostur á móta hugmyndir um framtíðaráherslur hverfisins. Í dreifibréfi til íbúa eru settar fram dæmi um spurningar sem verða ræddar til að skerpa á framtíðarsýn hverfisins:
  • Hvaða breytingar þarf að gera?
  • Hvaða endurbætur þurfa að eiga sér stað?
  • Hvaða þjónustu vantar?
  • Hvar eru vannýtt tækifæri?