Ronja Ræningjadóttir á ferð í grenndarskógi Rimaskóla

Skóli og frístund Mannlíf

""

Nemendur í 6. bekk Rimaskóla fóru á kostum þegar þeir settu upp leikritið Ronju Ræningjadóttur í grenndarskógi skólans innst í Grafarvogi. 

Þetta var 5. árið í röð sem nemendur 6. bekkjar sýna leikrit undir berum himni. Allir nemendur í árganginum taka þátt í leiksýningunni og allir legja sig fram í leik og söng.

Öðrum nemendum í Rimaskóla er boðið á þrjár leiksýningar í skóginum og að auki var haldin ein foreldrasýning.

Veðrið lék við leikara og “leikhúsgesti” góðviðrisdaginn sem leikritið var frumflutt og fylgdust allir með af áhuga og ánægju. Öll skógarrjóður grenndarskógarins voru nýtt sem leiksvið og áhorfendur gengu á milli rjóðra.

Ronju Ræningjadóttur er leikstýrt af Eggerti Kaaber leiklistarkennara Rimaskóla í góðu samstarfi við listgreinakennara skólans. Árið 2012 hlaut Rimaskóli hvatningarverðlaun SFS fyrir verkefnið "Leikhús í skóginum".