Reykjavíkurborg kaupir Gufunes, Geldinganes og Eiðsvík

Skipulagsmál Framkvæmdir

""

Í dag, föstudaginn 17. júlí,  skrifuðu Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, undir kaupsamninga Reykjavíkurborgar á þrem lóðum Faxaflóahafna sf. Þetta eru lóð Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi, land á Geldinganesi og land í Eiðsvík.

Lóðin Gufunes Áburðarverksmiðjan,  er 200.172 m2 að stærð, ásamt öllu því sem henni fylgir þar með talin óskráð landfylling vestan lóðarinnar 2.062 m2 að stærð og aðrar landfyllingar sem gerðar hafa verið við sjávarsíðu lóðarinnar. Kaupverð hins selda landsvæðis er kr. 219.450.000.

Við Geldinganes er borgin að kaupa 70 ha. landssvæði sem þýðir að nesið er nú allt í eigu Reykjavíkurborgar. Kaupverð er kr. 103.470.721 milljón krónur.

Um er að ræða tvær lóðir í Eiðsvík eða 21.300 m2, (sjá afmarkað sérstaklega með rauðri línu hægra megin á mynd af Geldinganesi), og er kaupverðið 23.371.425 milljón krónur.

Ekki er ljóst hver nýting á landinu verður en á vegum borgarinnar stendur yfir samkeppni um framtíðarskipulag Gufuness í Grafarvogi. Reykjavíkurborg hefur auglýst eftir hugmyndum um nýtingu lands og mannvirkja á svæðinu og er skilafrestur til 18. ágúst næstkomandi.

Tilgangurinn með fyrirhugaðri samkeppni er að stuðla að góðu heildarskipulagi sem tryggir líflega og skynsamlega nýtingu svæðisins í samræmi við markmið Aðalskipulags og er til þess fallin að auðga nálæga byggð og umhverfi.

Meira um Framtíðarnýtingu lands og bygginga í Gufunesi.