Ráðstefna um lýðheilsu og skipulagsmál

Íþróttir og útivist Mannlíf

""

Reykjavíkurborg og Embætti landlæknis í samstarfi við Rannsóknir og greiningu og Reykjavíkurakademíuna standa fyrir ráðstefnu um lýðheilsu og skipulagsmál á Hilton Nordica hóteli þriðjudaginn 11. október kl. 8:30-16:00. 

Yfirskrift ráðstefnunnar er Lýðheilsa, skipulag og vellíðan og er öllum opin, einkum þó fagfólki í skólum, í velferðarþjónustu og skipulagsmálum.

Á ráðstefnunni verður fjallað um það hvernig skipuleggja megi borgarumhverfi þannig að það stuðli að heilbrigðum lifnaðarháttum eins og hreyfingu, næringu og góðum svefnvenjum til að efla heilsu og vellíðan íbúa á öllum æviskeiðum (í leikskóla, grunnskóla, í frístundarstarfi, framhaldsskólum, vinnustöðum og á efri árum).

Aðalfyrirlesarar á ráðstefnunni eru Dr. Lawrence D. Frank, prófessor við Háskólann í British Columbiu og höfundur fjölmargra bóka um áhrif borgarskipulags á lýðheilsu, og Dr. Sarah Stewart-Brown prófessor í lýðheilsuvísindum við Warwick Medical School en hún er m.a. höfundur vellíðanarkvarðans sem Embætti landlæknis og Rannsóknir og greining nota til að mæla vellíðan þjóðarinnar. Þá flytja rindi Dr. Páll Jakob Líndal umhverfissálfræðingur Dr. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir hjá Embætti landlæknis, Ingibjörg Eva Þórisdóttir frá Rannsóknum og greiningu og Oddur Steinarsson hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Eftir hádegi verða vinnustofur um heilsueflingu í leikskólum, grunnskólum, frístund, framhaldsskólum, hjá íþróttafélögum, eldri borgurum og í skipulagsmálum. Þar geta ráðstefnugestir sett fram tillögur að aðgerðum í tengslum við Lýðheilsustefnu Reykjavíkurborgar.

Ráðstefnan er öllum opin og er ráðstefnugjald 5.350 krónur.