Ráðgjöf fyrir innflytjendur í Reykjavík

Velferð Skóli og frístund

""
Reykjavíkurborg býður nú innflytjendum upp á ráðgjöf í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þessi þjónusta er samstarfsverkefni mannréttindaskrifstofu, velferðarsviðs og skóla- og frístundasviðs borgarinnar. Ráðgjafar frá þessum fagsviðum veita ráðgjöf á fyrstu hæð Ráðhússins, þar sem kaffihúsið var áður til húsa, alla þriðjudagsmorgna frá kl. 10 til kl. 13. 

 

 
Í lok árs 2014 var um tíundi hver borgarbúi af erlendum uppruna.  Á Fjölmenningarþingum Reykjavíkurborgar árin 2010, 2012 og 2014 komu fram ítrekaðar óskir um upplýsingaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu þar sem innflytjendur gætu haft beinan aðgang að ráðgjöf.  Til að bregðast við þessum óskum hefur mannréttindaskrifstofa Reykjavíkurborgar skipulagt þá ráðgjafarþjónustu sem nú er til reiðu.
 

Um tilraunaverkefni er að ræða og til að byrja með verður boðið upp á þjónustuna frá 12. janúar til 12. apríl 2016. Þá mun verkefnið verða endurmetið í ljósi eftirspurnar eftir þjónustunni.

 
Sú þjónusta sem verður í boði er:
 
Ráðgjöf sem snýr að þjónustu Reykjavíkurborgar

•           Velferðarþjónusta
•           Skóla og leikskólaþjónusta
•           Frístunda-  og menningarstarf
•           Skipulags – og umhverfismál
 
Einnig eru veittar upplýsingar um

•           réttindi og skyldur í íslensku samfélagi
•           málefni fjölskyldunnar,  t.d. barnsmeðlög, skilnað og sifjamál
•           atvinnu- og dvalarleyfi
•           þjóðskrá, um kennitölu og lögheimili, skráningu á hjúskaparstöðu
•           vinnutengd mál
•           húsnæðismarkaðinn
•           íslenskunámskeið og símenntun
•           menningar- og trúarsetur
•           ríkisborgararéttindi
•           samtök þjóðahópa
•           heimilisofbeldi
 
Auglýsingu um ráðgöfina á öðrum tungumálum má finna hér á síðunni til hægri.