Páskaeggjaleit í Viðey

Íþróttir og útivist Mannlíf

""

Elding býður upp á páska­eggja­leit í Viðey laug­ar­dag­inn 12. apríl í góðu sam­starfi við sælgætis­gerð­ina Freyju, Viðeyjarstofu og Reykjavíkurborg.

Um er að ræða skemmti­legan leik í fal­legri nátt­úru sem öll fjöl­skyldan hefur gaman af. Leikurinn gengur út á það að finna sem flest lítil páska­egg frá Freyju, en einnig verða nokkrir stærri vinn­ingar fyrir þá sem finna sér­stak­lega merkt egg.

Páskaeggjaleitin verður ræst kl. 13:30 við Viðeyjarstofu. Þátt­tak­endur geta að sjálf­sögðu sleg­ist í hóp­inn síðar, en leik­ur­inn gengur þó út á þá meg­in­reglu að „fyrstur kemur, fyrstur fær.“Afmörkuð verða sér­stök leit­ar­svæði, þar á meða eitt fyrir yngri kyn­slóð­ina (6 ára og yngri).

Veitingasala er í Viðeyjarstofu og því geta gestir fengið sér ljúf­fenga hress­ingu fyrir eða eftir leit­ina. Þá eru einnig skemmti­legar göngu­leiðir um Viðey fyrir þá gesti sem vilja njóta frek­ari úti­veru og skoða fjöl­breytt útil­ista­verkin á eyjunni.

Viðeyjarferjan siglir sam­kvæmt vetr­aráætlun um helgar

Brottför frá Skarfabakka til Viðeyjar                     Brottför frá Viðey til Skarfabakka
13:15, 14:15 og 15:15.                                               13:30, 14:30, 15:30 og 16:30.

Ekkert þátt­töku­gjald er í Páskaeggjaleitinni en gestir greiða ferjutoll

- Fullorðnir 1100 kr.
– Börn 7–15 ára 550 kr.*
– Börn 0–6 ára 0 kr.*
*í fylgd með fullorðnum

Mælst er til þess að þátt­tak­endur skrái sig til leiks með því að bóka far með ferj­unni. Frekari upp­lýs­ingar veitir starfs­fólk Eldingar í síma 519 5000 eða með tölvu­pósti á elding@elding.is.