Opnunartímar um jól og áramót

Íþróttir og útivist Mannlíf

""

Þjónustuver borgarinnar á Höfðatorgi er opið til hádegis á aðfangadag og gamlársdag. Upplýsingamiðstöð ferðamanna verður opin í Ráðhúsi Reykjavíkur alla daga frá klukkan 8.00 til 20.00. 

Margir hafa þann sið að kíkja í sund á öðrum degi jóla en bæði Árbæjarlaug og Laugardalslaug hafa opið frá 12-18 þann dag og allar laugar verða með opið til hádegis á aðfangadag. Þeir sem leita að afþreyingu yfir jólin geta farið á vef Visit Reykjavík en þar má lesa nánar opnunartíma yfir jól og áramót.

Ef veður leyfir verður hægt að skella sér á skíði í Bláfjöllum á annan í jólum en skíðalyftur þar verða opnar frá kl. 11-16.