Opnun Jólatorgsins í Hjartagarði

Mannlíf

""

Jólatorgið í Hjartagarði opnar í dag fimmtudaginn 14. desember kl. 16:00. Barnakórinn Graudale Futuri byrjar á því að syngja inn jólaandann því næst opnar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri jólatorgið 2017.

Jólasveinninn er talinn líklegur til að líta við sem og aðrar vættir. Við opnunina verður boðið upp á piparkökur og heitt súkkulaði. Kórinn Graduale Nobili mun einnig syngja falleg jólalög.

Á jólatorginu verður fjölbreyttur varningur í boði,  fallegt handverk, bóndi frá hvalfirði með hangikjöt, jólaskreytingar, ristaðar möndlur, jólatónlist, matarhandverk og krakkar frá Austurbæjarskóla sem eru búin að búa til umbúðapappír og ætla að pakka inn jólagjöfum fyrir gesti og gangandi.

Jólatorgið er notalegur staður til að koma við á aðventunni, drekka í sig jólastemninguna eða bara setjast niður yfir góðri máltíð og hvíla lúin jólabein.

Opnunartímar:

14. - 22. desember   16.00 - 22.00

16. - 17. desemeber 13.00 - 22.00

23. desember  13.00 - 23.00